Volvo 7900 Electric Hybrid strætó

Volvo 7900 Electric Hybrid strætó

Volvo 7900 Electric Hybrid strætisvagn er sannarlega bylting í almenningssamgöngum og skapar einstök tækifæri og framfarir fyrir allar borgir. Á hefðbundinni leið notar vagninn rafmagn á 70% leiðarinnar, dregur úr orkunotkun um 60% og minnkar koltvísýringslosun (CO2) um 75%. Geri aðrir betur.

Á rafmagni er Volvo 7900 Electric Hybrid vagninn algerlega hljóðlaus og mengar ekkert. Það gefur færi á að bjóða upp á almenningssamgöngur í þeim hluta borgarinnar sem er viðkvæmur fyrir hávaða eða á svæðum þar sem krafist er mengunarlausra bíla. Jafnvel væri hægt að bjóða upp á strætó biðstöðvar innanhúss. Frábær lausn fyrir Ísland.

Þjónustuveita sem kallast Zone Management stýrir því í hvaða ham vagninum er ekið. Þannig veit bílstjórinn hvort hann sé t.d á mengunarfríu svæði eða svæði þar sem krafist er mjög lágs hámarkshraða.

Tæknin er þrautreynd þó um nýjan vagn sé að ræða því grunntæknin kemur frá Volvo 7900 Hybrid vagninum en meira en 1700 Hybrid vagnar hafa verið seldir til borga víða um heim þar sem áreiðanleiki tækninnar og uppitími hefur verið staðfestur.

Þú getur kynnt þér nánari upplýsingar um Volvo 7900 Electric Hybrid strætisvagninn á vef Volvo bus með því að smella hér eða sent sérfræðingum okkar fyrirspurn, hringt í síma 510 9100 eða komdu til okkar í Hádegismóa 8, 110 Reykjavík og tekið spjall um Volvo 7900 Electric Hybrid strætisvagn yfir rjúkandi kaffibolla.