Stórsýning Volvo atvinnutækja um síðustu helgi mjög vel sótt

Volvo 9900 49 sæta hópferðabifreið sem Grand Travel hefur fest kaup á. Hér eru um að ræða Volvo rútu…
Volvo 9900 49 sæta hópferðabifreið sem Grand Travel hefur fest kaup á. Hér eru um að ræða Volvo rútu #4 í flota Grand Travel.

Sýning sem Volvo atvinnutækjasvið var með um síðustu helgi tókst mjög vel og er þakkarvert hversu margir létu sjá sig. Veðrið lék kannski ekki við okkur þessa daga en þrátt fyrir það er talið að hátt í 500 manns hafi kíkt við um helgina til að skoða það sem atvinnutækjasvið Brimborgar gat sýnt að þessu sinni. Nánast öll þau nýju atvinnutæki sem voru til sýnis verða afhent sínum eigendum á næstu dögum.

Verkstæði Volvo atvinnutækja var skúrað út, Volvo vinnuvélum, bátavélum, vörubifreiðum og hópferðabifreiðum still upp auk fyrsta Renault D Cab 7,5 tonna kassabíls sem Brimborg hefur flutt til landsins og selt. Eins og áður sagði var frábær mæting, andrúmsloftið gott og virtist öllum líka vel það sem fyrir augu bar, enda stórglæsileg Volvo atvinnutæki auk Renault vörubifreiðar til sýnis.

Hér fyrir neðan er listi yfir þau tæki sem voru til sýnis:

 • Volvo FH16 750 hö 6x4T Tandem með liftanlegri drifhásingu. Jöklfell ehf. Sjá myndband um Tandem búnað. Smellið hér.
 • Volvo FH16 650 hö 6x4T Tandem. Fljótavík ehf.
 • Volvo FH16 550 hö 6x4T. Loftorka Reykjavík ehf.
 • Volvo FMX 450 hö 8x4R með JOAB krókheysi. Búkki fyrir aftan drifhásingar. Garðyrkjuþjónustan ehf.
 • Volvo FM 500 hö 6x2R, verður með ásettu krókheysi. Hringrás hf
 • Renault D Cab 7,5 tonn með vörukassa. Olíuverslun Íslands OLÍS.
 • Volvo 9900 49 sæta hópferðabifeið. Grand Travel.
 • Volvo EW140D hjólagrafa. Fagverk verktakar ehf.
 • Volvo EC380E L beltagrafa. Ístak hf
 • EC18D smágrafa. Lystigarðar ehf.
 • Volvo Penta D6 330 hö bátavél með hældrifi.
 • Volvo Penta D4 225 hö bátavél með hældrifi.

Fyrir utan „sýningarhöll“ hjá okkur var til sýnis:

 • Volvo FH16 550 8x4 Tridem (búkki fyrir aftan drifhásingar) með Hiab 1055 bílkrana. Margeir Jónsson.
 • Volvo FM 6x4R 500 hö, verður með ásettu krókheysi. Hringrás hf.
 • Volvo 9500 4x2 59 sæta hópferðabifreið sem er til á lager. Hér er hægt að skoða myndir af Volvo 9500 hópferðabifreiðinni. Smellið hér.
 • Volvo XC90 T8. Nánar um Volvo XC90. Smellið hér. 

Hér í framhaldi er hlekkur inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja, en þar gefur að líta nokkar myndir sem voru teknar um helgina. Endilega smellið hér.