Sigurður Ingi Borgarnesi fær afhenta nýja Volvo 9500 hópferðabifreið

Afhending á nýrri Volvo 9500 49 sæta hópferðabifreið til Sigurðar Inga frá Borgarnesi.
Afhending á nýrri Volvo 9500 49 sæta hópferðabifreið til Sigurðar Inga frá Borgarnesi.

Sigurður Ingi Þorseinsson frá Borgarnesi fékk í maí afhenta nýja glæsilega Volvo 9500 12,3 metra 49+1+1 sæta hópferðabifreið. Rútan er vel útbúin í alla staði þannig að vel fari um farþeganna. Volvo sætin eru með þriggja punkta belti og eru þau fjölstillanleg með hliðarfærslu, borð á sætisbökum og fótskemli. Hópferðabifreiðin er með WC, kaffivél, Voltage converter 230V og USB tenglar eru í panil fyrir ofan öll sæti, kæliskápur og DVD kerfi með tveimur 19“ LCD skjám.

Við þetta tækifæri var smellt af mynd. Litli frændi Sigurðar hann Ísólfur Fjelsted mætti með til að fylgjast með afhendingunni og var að sjálfsögðu með Sigurði Inga og Hrafni Viðarssyni frá Brimborg á myndinni.

 Óska starfsmenn Volvo atvinnutækjasviðs Sigurði Inga, innilega til hamingju með nýjastu hópferðabifreiðina í flotanum hjá honum auk þess sem Sigurði Inga, er tekið fagnandi sem nýum meðlimi inn í Volvo Bus fjölskylduna.

Hægt að skoða meira af myndum af bílnum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækjasviðs. Smellið hér.