Nýjar glæsilegar Volvo rútur til landsins með skömmum fyrirvara

Volvo 9500 og Volvo 9900 hópferðabifreiðar
Volvo 9500 og Volvo 9900 hópferðabifreiðar

Þegar þetta er skrifað eigum við hjá Brimborg Volvo atvinnutækjum að geta útvegað nýjar Volvo hópferðabifreiðar með skömmum fyrirvara eða innan tveggja til þriggja vikna. Þar eru á ferðinni annarsvegar Volvo 9500 12,3 m 51 sæta með WC og Volvo 9900 12.3 m 49 sæta m.WC. Vel útbúnir bílar í alla staði og einstaklega glæsilegir.

Meðfylgjandi þessari frétt er mynd sem var tekin í sumar í Snarfarahöfn af samskonar bílum eða Volvo 9900 sem Grand Travel í Garðabæ eignaðis og Volvo 9500 sem Gray Line Iceland keypti.

Jafnframt er gaman að segja frá því að í viku 5 á næsta ári komum við til með að geta boðið til sölu Volvo 9700 sem verður 15 m og 69 sæta og með WC.

Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa samband við Kristinn Már í síma 515 7071.