Gray Line Iceland fá afhenta nýja Volvo 9500 hópferðabifreið

Glæsileg Volvo 9500 rúta afhent í febrúar fyrir utan höfuðstöðvar Allrahanda GL að Klettagörðum
Glæsileg Volvo 9500 rúta afhent í febrúar fyrir utan höfuðstöðvar Allrahanda GL að Klettagörðum

Allrahanda GL fékk í febrúar afhenta nýja glæsilega Volvo 9500 13m 57+1+1 sæta hópferðabifreið. Kemur hópferðabifreiðin með WC, sætin eru Volvo og eru þau fjölstillanleg. Rútan er vel útbúin í alla staði þannig að vel fari um farþeganna, kaffivél, kæliskápur og DVD kerfi með tveimur 19“ LCD skjám.

Óskum við eigendum og starfsfólki Allrahanda GL til hamingju með nýjastu Volvo hópferðabifreiðina í flotanum.