Grand Travel fær afhenta nýja stórglæsilega Volvo 9900 hópferðabifreið.

Afhending á nýrri Volvo 9900 hópferðabifreið að Skeiðarási í Garðabæ. Frá vinstri Marinó Pálmason, K…
Afhending á nýrri Volvo 9900 hópferðabifreið að Skeiðarási í Garðabæ. Frá vinstri Marinó Pálmason, Kristinn Már frá Brimborg og Sigurður Pálmason.

Grand Travel fékk á síðasta föstudag afhenta nýja glæsilega Volvo 9900 12,3m 49 sæta hópferðabifreið. Er hér um að ræða fjórðu Volvo hópferðabifreiðina í flota Grand Travel. Heimasíða Grand Travel er www.grandtravel.is 

Hér er á ferðinni án efa ein af fallegustu hópferðabifreiðum landsins. Volvo 9900 kemur með D11K 11 lítra 460 hestafla vél sem skilar 2200 Nm togi í gegnum I-Shift gírkassann. Bílinn einstalega vel útbúinn í alla staði. Kæliskápur í mælaborði, kaffivél við hlið leiðsögumanns sæti, DVD kerfi og tveir niðurfallanlegir LCD 19“ skjáir, ökumannssætið fjölstillanlegt. Farþegasæti mjög þægileg og fjölstillanleg, borð á sætisbökum og net fyrir tímarit, fótskemill, gardínur og sólgardínur, rafmagns tenglar ásamt USB tengi fyrir hleðslu við hver tvö sæti. Loftkæling og olíu miðstöð með tímarofa.

Hér er hægt að nálgast bækling á ensku yfir Volvo 9900 Euro 6. Smelli hér.

Óskum við eigendum og starfsfólki Grand Travel innilega til hamingju með nýjustu Volvo rútuna í flotanum.

Hægt er að skoða meira af myndum af bílnum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.