Flaggskipið Volvo 9900 rúta komin til Íslands

Flaggskipið Volvo 9900 rúta
Flaggskipið Volvo 9900 rúta

Flaggskip Volvo Bus komið til landsins, en hér er á ferðinni Volvo 9900 13,8 m 48+1+1 sæta hópferðabifreið. Vélin 11 lítra og er 460 hestöfl. Þetta er stórglæsileg hópferðabifreið sem uppfyllir 5 stjörnu klassa samkvæmt dönskum stöðlum varðandi rýmd á milli sæta, útbúnað og þægindi. Hallandi gólf er í rútunni þannig að upplifun farþega á ferðarlagi verður betri þar sem allir ættu að sjá vel út um framrúðuna. Sannkölluð VIP hópferðabifreið hér á ferðinni, en meðfylgjandi eru auka sæti til þess fjölga sætum í rútunni ef það er þörf á því. Komum við til með að vera með þessa glæsilegu rútu til sýnis hér hjá okkur að Bíldshöfða 6 á næstu dögum.

Endilega að kíkja við hjá okkur og skoðið og prófið. Alltaf heitt á könnunni.

Hægt er að sjá meira af myndum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smella hér.