Volvo atvinnutækjasvið hjá Brimborg að Hádegismóum 7

Volvo Electric strætisvagn
Volvo Electric strætisvagn

Brimborg hefur nýverið fengið úthlutað lóð frá Reykjavíkurborg að Hádegismóum 7 undir starfsemi Volvo atvinnutækjasviðs. Nú þegar er hafin vinna við hönnun á nýju húsnæði sem verður sérsniðið utan um starfsemina. Undir starfsemi Volvo atvinnutækja falla Volvo  og Renault vöru- og flutningbifreiðar, Volvo vinnuvélar, Volvo strætisvagnar og hópferðabifreiðar auk Volvo Penta bátavéla ásamt mörgum öðrum birgjum er tengjast starfsemi atvinnutækja. Lögð verður áhersla á framúrskarandi vinnuaðstöðu fyrir starfsmenn í nýju húsnæði.

Lóðin er 14 þúsund fermetrar að stærð og verður því gott athafnarrými á lóðinni fyrir vöru- og flutningabíla, rútur, vinnuvélar og önnur atvinnutæki sem þurfa að koma til þjónustu. Í hönnunar ferli lóðar og húsnæðis  verður lögð rík áhersla á góða aðkomu inn á lóðina ásamt frammúrskarandi aðstöðu til að þjónusta atvinnutæki stór sem smá. Staðsetningin lóðarinnar er frábær þar sem mjög gott aðgengi er að lóðinni frá stofnbrautum. Til nánari skilgreiningar eru Hádegismóar norðan við Rauðavatn þar sem höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru staðsettar.

Fyrirhugðu bygging undir starfsemi Volvo atvinnutækja er til þess að mæta auknum umsvifum hjá Brimborg og Volvo atvinnutækjum. Þessa daganna er Volvo atvinnutækjasvið að leita að öflugum og góðum liðsfélögum til starfa á vörubifreiða og vinnuvéla verkstæðum. Nánari upplýsingar. Smellið hér.