Allrahanda Grey Line Iceland fær afhenta nýjar glæsilega Volvo rútu

Afhending á nýrri Volvo 9900 49 sæta hópferðabifreið til Allrahanda GL ehf.
Afhending á nýrri Volvo 9900 49 sæta hópferðabifreið til Allrahanda GL ehf.

Allrahanda GL ehf, fengu í upphafi þessa árs afhenta nýja Volvo 9900 hópferðabifreið sem er 12,3 m löng og 49 sæta með WC. Hér er á ferðinni glæsileg hópferðabifreið sem er með 11 lítra 460 hestafla D11 Volvo vél. Volvo 9900 kemur með hallandi gólfi þannig að farþegar sjá betur út um framrúðu bifreiðarinnar. Gluggalína er einnig hallandi sem gefur þessum Volvo 9900 hópferðabifreiðum fallegt yfirbragð sem gerir það að verkum að 9900 hópferðabifreiðin þekkist vel úr fjarlægð. Bílinn er í alla staði mjög vel útbúinn með DVD kerfi og tveimur niðurfallandi 19" LCD skjám, fínu hljóðkerfi, kæliskáp og kaffivél. Farþegasæti eru fjölstillanleg með hliðarfærslu sem eykur pláss enn frekar á milli farþega sé þess óskað.

Óskum við eigendum og starfsfólki Allrahand GL ehf, innilega til hamingju með nýjustu Volvo hópferðabifreiðina í flotanum.

Við þetta tækifæri var tekin mynd fyrir utan höfuðstöðvar Allrahanda GL að Klettagörðum af hinum nýja Volvo 9900 hópferðabíl ásamt Jón Sverrir Jónssyni frá Allrahanda og Kristinn Már Emilssyni frá Brimborg.