Allrahanda GL ehf fá afhenta nýja Volvo 9900 6x2 57 sæta hópferðabifreið

Afhending á nýrri Volvo 9900 6x2 57 sæta hópferðabifreið
Afhending á nýrri Volvo 9900 6x2 57 sæta hópferðabifreið

Allrahanda GL fékk í síðustu viku afhenta nýja stórglæsilega Volvo 9900 6x2 rútu. Hér er án efa ein allra glæsilegast hópferðabifreið landsins. Vélin er D11K 460 hö, I-Shift 12 gíra gírkassi, VDS eða Volvo Dynamic Steering hjálparstýrið. Sætafjöldi eins og áður sagði 57 + 1 + 1, DVD kerfi með tveimur niðurfallandi LED skjám, bakkmyndavél með „Bird view“ eða þannig að þú sérð hringin í kringum bílinn þegar þú bakkar. Tvö klælibox annað í mælaborði og hitt við hlið WC í gangvegi. Næturlýsing í gangvegi og bakklýsing á hliðum auk lýsingar úti fyrir ofan aftur hurð þegar hún opnast.

Við óskum eigendum og starfsfólki Allrahanda GL ehf, innilega til hamingju með nýjastu Volvo 9900 hópferðabifreiðina í flotanum hjá þeim.

Hér er hægt að sjá meira af myndum inn á facebook síðu Volvo atvinnutækja. Smellið hér.